Fyrirtækið

Um Megin

Megin lögmannsstofa var stofnuð í ársbyrjun 2010. Að stofunni standa lögmenn með mikla reynslu af lögmannsstörfum.Lögmenn á stofunni eru Arnór Halldórsson, Björgvin Jónsson, Björn Jóhannesson, Eldjárn Árnason, Feldís L. Óskarsdóttir, Hjördís E. Harðardóttir og Valgerður Valdimarsdóttir.

Þá búa lögmenn stofunnar yfir yfirgripsmikilli annarri starfsreynslu, m.a. úr stjórnsýslunni og viðskiptalífinu.

Einnig hafa lögmenn stofunnar sinnt kennslu á ýmsum sviðum lögfræðinnar við HÍ, HR og á Bifröst.

Viðskiptavinir stofunnar eru bæði einstaklingar sem og fyrirtæki. Lögmenn sinna allflestum málaflokkum, en sérsvið stofunnar eru einkum skiptaréttur, fyrirtækjaréttur, vátrygginga- og skaðabótaréttur, sifja- og erfðaréttur, vinnuréttur og verjendastörf, en einnig málflutningur fyrir dómstólum.

Lögmenn stofunnar leggja áherslu á persónulega og vandaða þjónustu, þar sem menntun þeirra, þekking og reynsla úr hinum ýmsu störfum nýtist.